Maður skotinn til bana í Kaupmannahöfn

Karlmaður var skotinn til bana í hverfi á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í kvöld þar sem margir innflytjendur búa. Lögregla leitar að bíl, sem sást við húsið þar sem skotárásin var gerð en talið er að 10-12 skotum hafi verið hleypt af.

Lögregla hefur að undanförnu verið með talsverðan viðbúnað á þessu svæði vegna átaka, sem brotist hafa út milli mótorhjólagengja og glæpagengja innflytjenda. Einn þessara glæpaflokka hefur aðallega haldið sig í og við Mjølnerparken þar sem skotárásin var gerð í kvöld. 

Frá því í ágúst á síðasta ári hafa 27 sinnum brotist út skotbardagar í Kaupmannahöfn, sem taldir eru tengjast átökum glæpaflokka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...