Allt á kafi í snjó í Noregi

Veturinn hefur verið óvenju harður í suðurhluta Noregs og snjóþyngsli í Ósló hafa ekki verið meiri í tvo áratugi. Venjulega er snjó, sem mokað er af götum borgarinnar, komið fyrir í sérstökum snjógeymslum en þær eru nú fullar og því þarf að sturta snjónum í sjóinn.

Samkvæmt veðurspám sér ekki fyrir endann á vetrinum á næstunni og er ólíklegt að snjórinn í gryfjunum bráðni fyrr en næsta haust. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert