Frakkar gagnrýna ummæli Benedikts páfa

Benedikt páfi er staddur í Kamerún. Hér er hann ásamt …
Benedikt páfi er staddur í Kamerún. Hér er hann ásamt forseta landsins og eiginkonu hans í dag. Reuters

Franska utanríkisráðuneytið lýsir yfir miklum áhyggjum af orðum Benedikts páfa, sem hafnar því að smokkar séu notaðir í baráttunni gegn alnæmi og HIV-veirunni. Páfi, sem er nú á ferðalagi um Afríku, segir að dreifing á smokkum muni aðeins auka á vandann.

Kaþólska kirkjan segir að hjónatryggð og kynlífsbindindi séu bestu leiðirnar í baráttunni við útbreiðslu HIV-veirunnar.

Frakkar, sem taka í sama streng og margar hjálparstofnarnir, hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna ummæla páfans.

„Þrátt fyrir það það sé ekki í okkar verkahring að dæma kenningar kirkjunnar, þá teljum við að slík ummæli séu ógn við almenna stefnu í heilsufarsmálum og þeirri skyldu að vernda mannslíf,“ segir Eric Chevallier, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins.

Benedikt páfi kom til Kamerún í gær. Hann verður í Afríku í eina viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert