Þingmaður uppvís af kynlífshneyksli

Nigel Griffiths í Washington þegar Obama sór embættiseið
Nigel Griffiths í Washington þegar Obama sór embættiseið

Þingmaður breska Verkamannaflokksins, Nigel Griffiths, reynir nú allt til þess að bjarga hjónabandi sínu eftir að slúðurblað birti mynd af honum með viðhaldinu í gær. Griffiths var uppvís að því að hafa notað skrifstofu sína í þinginu til ástarfunda við konuna.

Griffiths, sem er fyrrum ráðherra og vinur Gordons Brown forsætisráðherra, hefur beðist afsökunar á framferði sínu. Las hann upp yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í Edinborg í dag og sagði meðal annars að hann skammaðist sín fyrir hegðun sína sem hafi verið farið langt út fyrir eðlileg velsæmismörk. Sagðist hann ekki muna eftir viðkomandi kvöldi en það bæti ekki fyrir hegðunina. 

Eiginkona hans til þrjátíu ára, Sally, er sögð dvelja hjá vinum eftir að hafa frétt af framhjáhaldinu um helgina. Brown var svaramaður Griffiths þegar þau gengu í hjónaband, samkvæmt frétt á vef Telegraph.  

Griffiths, sem er þingmaður Edinborgar, á yfir höfði sér rannsókn vegna málsins. Samkvæmt reglum þingsins er þingmönnum gert að hegða sér á þann hátt að það valdi ekki þinginu vansæmd.

Vinir þingmannsins telja að hann hljóti að hafa setið á sumbli þennan dag með ungu konunni sem sést með honum á myndinni sem News of The World birti í gær. Á einni myndinni sést konan, á undirfötunum og í sokkaböndum halla sér yfir bunka af skjölum sem merkt eru sem trúnaðarskjöl.

Umfjöllun News of The World um málið

Vefur þingmannsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert