Geitum beitt á græn svæði bæjarins

Bæjaryfirvöld í Hampsted í New York ríki hafa gripið til þess ráðs að beita geitum á græn svæði bæjarins frekar en að beita hefðbundnum aðferðum við að hirða svæðin. Geitabeitin þykir auk þess mun umhverfisvænni en hefðbundinn sláttur.

Keyptar voru fimm nígersískar dverggeitur fyrir 250 dollara stykkið. Geiturnar eru nú í þjálfun áður en hægt verður að beita þeim af fullum krafti á grænu svæðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert