Gæti ,,endað með skelfingu"

Bandaríska herskipið USS Bainbridge er statt rét thjá björgunarbátnum.
Bandaríska herskipið USS Bainbridge er statt rét thjá björgunarbátnum. Reuters

Sjóræningjar frá Sómalíu, sem hafa bandaríska skipstjórann Richard Phillips í haldi, vara við því að verði reynt að bjarga honum geti það endað ,,með skelfingu". Fjórir menn eru með Phillips í haldi á litlum, vélarvana björgunarbáti nokkur hundruð km undan strönd landsins.

 Bandarískt herskip, USS Bainbridge, er statt rétt hjá bátnum og reyndi Phillips á föstudag að flýja á sundi en tilraunin mistókst. Hann er skipstjóri á flutningaskipinu Maersk Alabama sem ræningjarnir reyndu að ná á miðvikudag. Áhöfninni tókst þó að yfirbuga ræningjana og flýðu þeir á björgunarbátnum en höfðu Phillips með sér sem gísl.

 Ræningjarnir sögðust í morgun vona að þeim tækist að koma Phillips yfir í stærri bát. Fullyrt er að þeir krefjist tveggja milljóna dollara í lausnargjald fyrir manninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert