Svört spá frá IMF

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáði í dag langvinnri, djúpri alheims efnahagslægð sem „enginn komist undan“ og að batinn verði hægur og erfiður. Lítið peningastreymi til hagkerfa í uppbyggingu, meðan á samdrættinum stendur, mun koma sérstaklega hart niður á Austur-Evrópu, að mati IMF.

Þetta kom fram tveimur köflum úr efnahagsspá IMF (World Economic Outlook), en hún er gefin út tvisvar á ári. „Núverandi efnahagssamdráttur verður líklega óvenju langvinnur og erfiður og batinn kemur hægt,“ segir m.a. í spá IMF. Engar tímasetningar um bata eftir fyrstu alheimsefnahagslægð í sextíu ár voru nefndar. 

Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður IMF, tók undir dimmar spárnar. „2009 verður nær örugglega hræðilegt ár -- við væntum þess að vöxtur á heimsvísu verði verulega neikvæður. Þetta er sannarlega alheimskreppa og það sleppur enginn,“ sagði Strauss-Kahn í ræðu í National Press Club í Washington.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert