Tyrkir ósáttir við Obama

Orðaval Barack Obama Bandaríkjaforseta fór fyrir brjóstið á tyrkneskum stjórnvöldum.
Orðaval Barack Obama Bandaríkjaforseta fór fyrir brjóstið á tyrkneskum stjórnvöldum. Reuters

Stjórnvöld í Tyrklandi eru ósátt við orð Barack Obama Bandaríkjaforseta á minningardegi þeirra Armena sem létu lífið í baráttunni við Tyrki í fyrri heimstyrjöldinni. Talsmaður tyrkneska utanríkisráðuneytisins sagði orðaval Obama „óásættanlegt“.

Þó að Obama notaði ekki orðið þjóðarmorð líkt og hann gerði í kosningabaráttu sinni, segja stjórnvöld í Ankara forsetann misvirða þá Tyrki sem féllu fyrir hendi Armena á þessum tíma.

„Það verður að virða sársauka allra,“ Abdullah Gul forseti Tyrklands.

Obama lýsti dauða Armenanna sem einu af mestu grimmdarverkum 20. aldarinnar og biðlaði til Tyrkja og Armena að takast á við þessa viðburði fortíðar til að geta horft til framtíðar.

Ríkin tvö samþykktu nú í vikunni vegvísi að bættum samskiptum sín á milli.

Armenar hafa lengi barist fyrir því að dauðsföllin í fyrri heimstyrjöldinni yrðu viðurkennd sem þjóðarmorð og minntust Armenar hinna látnu með minningarathöfn á föstudag.

„Ég hef ítrekað lýst skoðun minni á því hvað átti sér stað 1915 og sú skoðun mín hefur ekki breyst,“ sagði í yfirlýsingu frá Obama. En á föstudag sagði hann að þeir Armenar sem voru drepnir í heimstyrjöldinni fyrri „verði að lifa áfram í minningum okkar.“

„Ég styð heilshugar tilraunir Tyrkja og Armena til að vinna í gegnum þennan sársaukafulla kafla á opin, heiðarlegan og uppbyggilegan hátt,“ sagði Obama.

Sá hluti yfirlýsingar hans var talin ákvæður af Tyrkjum. 

En „mannkynsagana getur eingöngu verið skýrð og metin á grundvelli óumdeildra sannanna og gagna,“ sagði í yfirlýsingu frá tyrkneska utanríkisráðuneytinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert