Kristilegar fréttir vinsælar í Danmörku

Reuters

Árið 2008 var gott í rekstri Kristilega dagblaðsins í Danmörku, en það skilaði hagnaði upp á 1,9 milljónir danskra króna, eða um 43 milljónir íslenskra króna á eins og gengið var um áramótin.

Almennt dróst blaðaútgáfa mikið saman í Danmörku á síðasta ári, en þróunin varð hins vegar góð hjá Kristilega dagblaðinu og velgengnin hefur haldið áfram það sem af er 2009. Þetta kemur fram í blaðinu sjálfu, í tengslum við aðalfund þess. Sagt er frá þessu á vefútgáfu Börsen.

Veltan í rekstrinum jókst upp í 95 milljónir króna á árinu 2008. Aukning varð í auglýsingasölu og umtalsverð aukning í heimsóknum á vefsíður sem haldið er úti af blaðinu. Umferðin á vefjunum jókst um 62%, úr 152.000 notendum í desember 2007, upp í 246.000 notendur í desember 2008. Alls rekur blaðið níu mismunandi þjónustuvefi á netinu. Daglegt upplag blaðsins er nú orðið 26.000 eintök.

Forstjóri og ritstjóri Kristilega dagblaðsins, Erik Bjerager, býst við því að þessi jákvæða þróun haldi áfram út árið 2009. „Þó svo við lifum á tímum efnahagslegrar niðursveiflu, þá er líka töluverð áhersla á trú og lífsgildi. Það er víðtæk áhersla Kristilega dagblaðsins á mannleg málefni, sem skapar þennan vöxt og dregur lesendur að,“ segir Bjerager.

Fréttavefur Kristilega dagblaðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert