Flúði og fór með Faðirvorið

Lögreglumenn í Kansas borg þurftu að beita rafstuðbyssu á nakinn karlmann sem flúði af vettvangi eftir að hafa velt bíl sínum í gærmorgun. Í kjölfarið var farið með manninn á sjúkrastofnun þar sem gert var að sárum hans, vegna bílslyssins.

Maðurinn var kominn inn í sjúkrabifreið þegar hann ákvað að reyna að flýja undan lögreglumönnum sem ætluðu að athuga með ástand hans, s.s. hvort hann væri undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Lögreglumenn eltu manninn á hlaupum þar til hann var króaður af í bakgarði. Maðurinn sem er um 1.60 cm á hæð og um níutíu kíló fór þá að urra á lögreglumenn og fara með Faðirvorið. Þar sem hann streittist við handtöku beittu lögreglumenn rafstuðbyssunni á hann. Eftir það var mótstaða mannsins lítil og hann var fluttur í handjárnum á sjúkrastofnun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...