Brown biðst afsökunar

Gordon Brown
Gordon Brown POOL

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta og leiðtogi Verkamannaflokksins, baðst í dag afsökunar fyrir hönd þingmanna í kjölfar frétta síðustu daga af kostnaðargreiðslum til ráðherra og þingmanna á árunum 2004-2008. 

Upplýsingunum var lekið til breska blaðsins Daily Telegraph, sem hefur síðustu daga birt tölur um kostnaðargreiðslur einstaka ráðherra. Meðal þess sem þingmenn hafa skráð sem kostnað og fengið greiðslur fyrir frá þinginu eru hundamatur, nýjar ljósaperur, innréttingar í sumarbústað og viðgerðir á pípulögnum á tennisvelli sem tilheyrir sveitasetri. 

„Ég vil, fyrir hönd stjórnmálamanna og allra stjórnmálaflokka, biðjast afsökunar á því sem hefur gerst,“ sagði hann í ræði á ráðstefnu hjúkrunarfræðinga í Harrogate i norður Englandi.

Sagði hann þingmenn bera skyldu til þess að sanna fyrir almenningi að fólk sem færi út í stjórnmál gerðu það með það að markmiði að þjóna hagsmunum almennings en ekki sínum eigin. 

Davið Cameron, formaður Íhaldsflokksins, hafði áður hvatt þingmenn úr öllum flokkum til þess að biðjast afsökunar. Cameron sagði að það væri hreinlega ekki ásættanlegt að þingmenn reyndu að verja gjörðir sínar með því að þeir hafi einfaldlega verið að fylgja settum reglum um kostnaðargreiðslur.  

David Cameron
David Cameron Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert