Fáir héðan á Hróarskelduhátíðina

Á Hróarskelduhátíðinni
Á Hróarskelduhátíðinni mbl.is/Árni Torfason

Vegna efnahagsástandsins er nær ómögulegt að selja Íslendingum miða á Hróarskelduhátíðina. Þetta er haft eftir talsmanni hátíðarinnar, Esben Danielsen, á vef danska blaðsins Dagbladet.

Miðasalan í Svíþjóð er einnig dræm og þess vegna hafa aðstandendur hátíðarinnar reynt að semja um ódýr fargjöld fyrir sænska gesti hátíðarinnar. Aðstandendurnir telja ekki ástæðu til að reyna slíkt fyrir Íslendinga. Yfirleitt hafa um 1.000 miðar selst á Íslandi á Hróarskelduhátíðina, að því er Esben Danielsen greinir frá.

„Við höfum reynt að finna samstarfsaðila á Íslandi en það er ekki hægt vegna efnahagsástandsins. Við höfum reiknað þetta út og ef maður ætlar að kaupa miða á hátíðina á Íslandi þarf maður að borga sem samsvarar um 10.000 krónum fyrir það svo að við erum hættir að reyna þetta,“ segir Esben Danielsen.

Salan á miðum á hátíðina gengur mjög vel í Danmörku og eins og venjulega í Noregi og Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert