Bann við hjónavígslu samkynhneigðra staðfest

Leikkonurnar Ellen Degeneres og Portia de Rossi voru meðal þeirra …
Leikkonurnar Ellen Degeneres og Portia de Rossi voru meðal þeirra samkynhneigðu para, sem létu gefa sig saman í Kalíforníu áður en það var bannað. Reuters

Hæstiréttur Kalíforníuríkis staðfesti í dag úrslit atkvæðagreiðslu, sem fór fram á síðasta ári, en þar var samþykkt að banna hjónavígslur samkynhneigðra para. Rétturinn segir, að vígslur 18 þúsund slíkra para, sem þegar hafa farið fram, verði ekki ógiltar.

Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra kröfðust þess að dómstóllinn ógilti úrslit atkvæðagreiðslunnar, sem fór fram í nóvember. Þar var samþykkt að skilgreina hjónaband í Kalíforníu þannig, að það gæti aðeins verið milli karlmanns og konu.

Andstæðingar bannsins sögðu að verið væri að breyta stjórnarskrá Kalíforníu með ólöglegum hætti og ekki ætti að leggja réttindi minnihlutahópa undir atkvæðagreiðslu af þessu tagi.

Sex af sjö dómurum hæstaréttar töldu hins vegar að atkvæðagreiðslan væri lögleg og niðurstaða hennar skyldi gilda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert