Bush ver harkalegar yfirheyrslur

George W. Bush kveðst hafa gert það sem gera þurfti ...
George W. Bush kveðst hafa gert það sem gera þurfti til að ná í upplýsingar. JASON REED

George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varði í morgun harkalega yfirheyrslutækni,  sem viðgekkst í forsetatíð hans. Hann sagði slíkar yfirheyrslur, sem notaðar voru í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ hafa verið bæði löglegar og nauðsynlegar til að koma í veg fyrir yfirvofandi árásir. 

Bush lýsir þessu yfir nú aðeins viku eftir að Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lýsti Barack Obama, núverandi Bandaríkjaforseta, sem umburðarlyndum gagnvart hryðjuverkum þar sem Obama hefur ákveðið að yfirheyrsluaðferðirnar verði ekki eins harkalegar nú og þær voru í tíð Bush.

Bush sagði í ræðu sem hann flutti í Michigan í morgun fyrir framan 1.500 manns að lögfræðingur hans hefði gefið grænt ljós á yfirheyrslutæknina, sem var viðhöfð þegar grunaðir menn voru yfirheyrðir eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

„Ég tók ákvörðun, innan lagarammans, til að ná í upplýsingar og ég get sagt að ég hafi gert það sem til þurfti til að sinna skyldu minni gagnvart bandarísku þjóðinni,“ sagði Bush í ræðunni og bætti við að þær upplýsingar sem fengust með þessum hætti hefðu bjargað mannslífum.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...