Lýsa sigri á talibönum

Stjórnvöld í Pakistan segjast vonast til þess, að það takist á næstu 2-3 dögum að yfirbuga talibana endanlega í norðvesturhluta landsins. Segir varnarmálaráðherra Pakistan að stjórnarherinn hafi nú endurheimt Mingora, stærstu borgina í Swat-dalnum úr höndum talibana.

„Aðgerðunumí Swat, Buner og á nærliggjandi svæðum er nánast lokið," sagði  Syed Athar Ali, varnarmálaráðherra Pakistans á öryggismálaráðstefnu í Singapúr. „Það eru aðeins um 5-10% aðgerðanna eftir og þeim lýkur vonandi á næstu 2-3 dögum með því að andstaðan verður brotin á bak aftur."

Talið er að um 15 þúsund stjórnarhermenn hafi barist við um 2000 talibana í Swatdalnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert