Úrgangur sendur ólöglega til Brasilíu

Frá tískuvikunnni í Sao Paulo í Brasilíu
Frá tískuvikunnni í Sao Paulo í Brasilíu REUTERS

Mikil reiði ríkir í Brasilíu eftir að 64 gámar með rúmlega 1.400 tonnum af eiturúrgangi frá Bretlandi fundust í höfninni í Santos í nágrenni Sao Paulo og tveimur öðrum höfnum í Rio Grandedo Sul ríki í suðurhluta landsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Yfirvöld í Brasilíu segja úrganginn hafa verið fluttan ólöglega til landsins en m.a. er um að ræða batterí, sprautunálar, smokka, beyjur og sjúkrahúsúrgang. Þá segja brasilískir embættismenn yfirvöld þar í landi ekki ætla að sætta sig við það að Brasilía verði gerð að ruslahaug heimsins. 

Breska sendiráðið í landinu segir úrganginn ekki hafa verið fluttan til landsins með vitneskju breskra yfirvalda og að gripið verði til aðgerða vegna málsins.  

Það jók enn á reiði almennings í Brasilíu er greint var frá því að inni í einum gámnum hafi fundist poki með óhreinum leikföngum sem á hafi staðið, á portúgölsku, að þvo þyrfti leikföngin áður en þau væru gefin fátækum börnum í Brasilíu. 

Talsmenn þeirra fimm fyrirtækja sem gámarnir voru sendir til segja starfsmenn þeirra hafa verið blekkta og þeim sagt að um væri að ræða plast til endurvinnslu. 

Verið er að rannsaka aðkomu tveggja breskra fyrirtækja að málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...