Fæddist með svínaflensu

Nú hafa um 6.700 manns smitast af svinaflensu í Taílandi.
Nú hafa um 6.700 manns smitast af svinaflensu í Taílandi. CHAIWAT SUBPRASOM

Fyrirburi fæddist í Taílandi á laugardaginn var og reyndist vera smitaður af A(H1N1) flensu, eða svínaflensu. Móðir barnsins, 24 ára gömul, var búin að ganga með barnið í sjö mánuði. Hún reyndist vera smituð af flensunni og ákváðu læknar að taka barnið með keisarraskurði.

Líðan barnsins er stöðug. Læknir á sjúkrahúsinu segir þetta eina dæmið sem þeir þekki um að barn hafi fæðst smitað. Ekki er vitað hvernig smitið barst í barnið. Móðirin er enn mjög veik á sjúkrahúsinu, samkvæmt frétt á vef Irish Times.

Í fréttinni er vitnað í lækni sem segir að vitað sé um þrjú tilfelli í Bandaríkjunum þar sem  mæður höfðu smitað börn sín af flensunni. Nú hafa meira en 6.700 greinst með flensuna í Taílandi og 44 látist af hennar völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert