Obama: Suu Kyi verði sleppt þegar í stað

Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í sex ...
Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í sex ár. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, verði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða. Þá segir Obama að það sé óréttlátt að Suu Kyi þurfi að dvelja lengur í stofufangelsi. 

Obama sagði jafnframt að það væri áhyggjuefni að Bandaríkjamaðurinn John Yettaw hafi hlotið sjö ára fangelsisdóm. Yettaw kom óboðinn í heimsókn til Suu Kyi í maí eftir að hafa synt yfir vatn, sem liggur við heimili hennar. Heimsóknin varð til þess að réttarhöldin hófust.

„Ég slæst í hóp með alþjóðasamfélaginu og kalla eftir því að Aung San Suu Kyi verði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu forsetans.

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...