Obama: Suu Kyi verði sleppt þegar í stað

Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í sex ...
Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í sex ár. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, verði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða. Þá segir Obama að það sé óréttlátt að Suu Kyi þurfi að dvelja lengur í stofufangelsi. 

Obama sagði jafnframt að það væri áhyggjuefni að Bandaríkjamaðurinn John Yettaw hafi hlotið sjö ára fangelsisdóm. Yettaw kom óboðinn í heimsókn til Suu Kyi í maí eftir að hafa synt yfir vatn, sem liggur við heimili hennar. Heimsóknin varð til þess að réttarhöldin hófust.

„Ég slæst í hóp með alþjóðasamfélaginu og kalla eftir því að Aung San Suu Kyi verði sleppt þegar í stað og án nokkurra skilyrða,“ segir í skriflegri yfirlýsingu forsetans.

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...