Ber sterkar tilfinningar til ræningjans

Út bakgarði Phillip Garrido í Antioch
Út bakgarði Phillip Garrido í Antioch Reuters

Lögregla í Bandaríkjunum er nú sögð rannsaka víbendingar um að Phillip Garrido hafi heilaþvegið stúlkuna Jaycee Lee Dugard sem hann rændi er hún var ellefu ára og hélt fanginni í bakgarði sínum í átján ár. Þetta kemur fram á fréttavef The Mail on Sunday.

Þar er einnig greint frá því að fyrstu orð Jaycee er hún ræddi við móður sína í fyrsta skipti í átján ár hafi verið: "Hæ, mamma. Ég á börn."

Carl Probyn, stjúpfaðir Dugard sem varð vitni að því er henni var rænt, segir ljóst að hún hafi tengst mannræningjanum tilfinningaböndum og að því hafi hún ekki reynt að flýja vistina í bakgarði hans.

Hann segir einnig að svo virðist sem tilfinningaþroski hennar sé á við þroska ellefu ára barns og að hún hafi sýnt merki mikillar sektarkenndar yfir því að hafa tengst ræningjanum tilfinningaböndum.

„Hún reyndi ekki að komast undan. Það bjargaði sennilega lífi hennar,"  segir hann í viðtalinu við The Mail on Sunday. „Jaycee ber sterkar tilfinningar tilfinningar til þessa manns. Henni finnst þau vera allt að því gift."

„Hún hefur ekki gleymt því hver hún raunverulega er. Hún man raunar ótrúlega margt úr sínu fyrra lífi en samkvæmt því sem við vitum þá virðist Garrido hafa leikið sér að huga hennar," segir Clint Van Zandt, sérfræðingur FBI í fórnarlömbum mannræningja. „Sambandið sem stundum myndast á milli fórnnarlamba mannrána og gísla og fangara þeirra er nefnt Stokkhólmsheilkennið. Það eru tilfinningatengsl seí raun er leið fórnarlambs til að lifa af tilfinningalegt og líkamlegt ofbeldi."

Jaycee gengst nú undir geð- og læknisrannsóknir í Norður-Karólínu þar sem hún dvelur nú með móður sinni og hálfsystur.

Samkvæmt fréttum News of the World hefur einn af nágrannum Garrido nú greint frá því að hann hafi orðið var við straum karlmanna inn í bakgarðinn þar sem Garrido hélt Jaycee. Hann hafi grunað að þar væri vændiskona við stöf en ekki talið sig hafa nægilega sterkar vísbendingar til að blanda lögreglu í málið.

Þá segist hann eitt sinn hafa gægst inn á milli rimlanna í handriðinu umhverfis garðinn og sérð þar a.m.k. tíu karlmenn, sem voru að því er virtist í samkvæmi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert