Reykpásur bannaðar

Frá og með 1. maí næstkomandi mega opinberir starfsmenn hjá Stokkhólmsborg ekki reykja í vinnutímanum. Þeir mega hins vegar reykja í hádegishléinu þar sem það er ekki greiddur vinnutími. Hefðbundnar reykpásur í vinnutímanum verða sem sagt ekki leyfðar.

Borgarfulltrúinn Eva Samuelsson segir í viðtali á fréttavef Dagens Nyheter að bæði aldraðir og foreldrar barna í leikskólanum hafi kvartað undan reykingalykt af fatnaði starfsmanna borgarinnar.

Að sögn borgarfulltrúans verður starfsmönnum boðið að taka þátt í námskeiðum til þess að reyna að hætta að reykja.

Tillagan um reykbannið verður lögð fram í haust og nýtur hún stuðnings meirihlutans í stjórn borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert