Norskur flokksleiðtogi hættir

Lars Sponheim.
Lars Sponheim.

Lars Sponheim, leiðtogi norska stjórnmálaflokksins Venstre, lýsti því yfir í kvöld að hann myndi segja af sér leiðtogaembættinu á flokksþingi í vor. Samkvæmt síðustu tölum fær flokkurin um 4% atkvæða í kosningunum í dag og 2 þingmenn, tapar 8.

Carl I. Hagen, fyrrverandi leiðtogi Framfaraflokksins, sagði við norska ríkissjónvarpið, að það væri Sponheim að kenna ef ríkisstjórnin heldur velli eftir kosningarnar í dag.

Sponheim hefur verið leiðtogi Venstre frá árinu 1996. Hann hefur setið á norska Stórþinginu frá 1993 og gegndi ráðherraembættum á árunum frá 1997 til 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert