Milljón í skuldir á sekúndu

Breska fjármálaráðuneytið.
Breska fjármálaráðuneytið.

Skuldir breska þjóðarbúsins aukast á hverri sekúndu um rúm 6.000 pund, eða sem svarar um 1.200 þúsund krónum. Skuldirnar hafa rofið 800 milljarða punda múrinn en það svarar til um 161.000 milljarða króna. Þær hafa aldrei verið jafn miklar.

Skuldir ríkisins sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu eru nú komnar í 57,5% og aukast hratt, að því er fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Times.

Segir þar að vaxtagreiðslur af skuldabagganum séu um 30 milljarðar punda á ári sem jafngildi um 500 pundum, rétt rúmlega 100.000 krónum, á hvern Breta.

Til að bæta gráu ofan á svart drógust skatttekjur í síðasta mánuði saman um 9% miðað við sama tíma í fyrra, á sama tíma og útgjöld jukust um 3%.

Blaðið hefur eftir John Hawksworth, hagfræðingi hjá PricewaterhouseCoopers, að útlit sé fyrir að halli á breska ríkissjóðnum verði meiri en spáð var á næstu árum. Það þýðir að óbreyttu að skuldahalinn á eftir að lengjast enn og nálgast 200.000 milljarða króna.

Vitnað er til þeirrar áætlunar greiningardeildar tímaritsins Economist að ríki heims hafi samanlagt steypt sér í 35 billjón punda skuldir en það jafngildir um 7.070 billjónum króna. Hver billjón er 1.000 milljarðar og upphæðin því stjarnfræðileg.

Breska stjórnin hyggst reyna að stoppa upp í gatið með ýmsu móti, svo sem með því að hækka álögur á eldsneyti og söluskatt.

Alistair Darling fjármálaráðherra með fjárlögin í töskunni frægu. Breski ríkiskassinn ...
Alistair Darling fjármálaráðherra með fjárlögin í töskunni frægu. Breski ríkiskassinn er galtómur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...