Draumur Merkel rætist

Draumur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að mynda stjórn með Frjálsum demókrötum (FDP) verður væntanlega að veruleika á næstu dögum. Kristilegir demókratar (CDU/CSU) fengu um 33,5% atkvæða í þingkosningunum í dag er það örlítið meira fylgi en árið 2005 en minna fylgi heldur en árið 2002. FDP fengu um 15% atkvæða sem er mun meira heldur en í kosningunum 2005 en þá fékk flokkurinn 9,8%. 

„Við höfum náð markmiði okkar um að ná öruggum meirihluta fyrir nýja ríkisstjórn," sagði Merkel við stuðningsmenn sína í Berlín í kvöld.

„Ég vil verða kanslari allra Þjóðverja til þess að ná betri árangri fyrir landið okkar."

En þrátt fyrir sigur Merkel þá er ekki hægt að segja það sama um samstarfsflokkinn í síðustu ríkisstjórn. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) fékk 23% atkvæða sem er versti árangur flokksins frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. 

„Það er ekki hægt að orða það á neinn annan hátt, þetta er bitur ósigur," segir Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra og kanslaraframbjóðandi SPD.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert