Cameron áfram gegn Lissabon

David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, segir ósanngjarnt að Írar hafi …
David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, segir ósanngjarnt að Írar hafi tvisvar fengið að greiða atkvæði um Lissabon sáttmálann, en Bretar aldrei. Reuters

David Cameron, formaður breska íhaldsflokksins, sór í dag að halda áfram að berjast gegn Lissabon sáttmálanum, eftir að ljóst varð að Írar samþykktu hann í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.

Cameron, sem fastlega er búist við að vinni næstu þingkosningar í Bretlandi, hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon sáttmálann ef hann kemst til valda og enn verður ekki búið að staðfesta sáttmálann í öllum ríkjum ESB.

„Svo lengi sem þessi sáttmáli er til umræðu einhvers staðar í Evrópu, höldum við áfram að berjast fyrir þessari þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði hann við fjölmiðlamenn í dag. Hann sagði það ósanngjarnt að Írar hafi þegar fengið að kjósa tvisvar um sáttmála sem muni hafa mikil áhrif á líf Breta, en Bretar aldrei.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert