Bóluefni að berast til þróunarlanda

Bóluefni gegn svínaflensunni munu berast til fátækari ríkja heims á …
Bóluefni gegn svínaflensunni munu berast til fátækari ríkja heims á næstunni. Reuters

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að um 100 þróunarríki muni fá bóluefni við inflúensu A(H1N1)v, eða svokallaðri svínaflensu, fljótlega, eða jafnvel í byrjun nóvember.

Lyfjafyrirtæki hafa gefið milljónir skammta af bóluefninu. Þá hafa margar ríkar þjóðir heitið því að fátækari þjóðir fái 10% af keyptum bóluefnum.

Samkvæmt nýjustu tölum WHO hafa um 4500 látist á heimsvísu af völdum flensunnar.

Mörg hundruð þúsund hafa smitast, en langflestir þeirra hafa aðeins fengið væg einkenni.

Fram kemur á fréttavef BBC að í löndum eins og Kína, Ástralíu og Bandaríkjunum sé hafin vinna við að bólusetja landsmenn eftir að bóluefni varð til.

Upplýsingar um inflúensuna er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert