Ólíklegt að bindandi samkomulag náist

Lars Løkke Rassmussen á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í vikunni.
Lars Løkke Rassmussen á fundi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í vikunni. mynd/norden.org

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, viðurkenndi í gærkvöldi að hann teldi ekki mögulegt að ná lagalega bindandi samkomulagi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember.

„Við teljum ekki að það sé mögulegt að taka ákvarðanir um öll þau smáatriði, sem nauðsynleg eru fyrir lagalega bindandi samkomulag sem er í samræmi við alþjóðleg lög," sagði Rasmussen.

Ráðstefnan verður haldin 7-18. desember og þar stendur til að leggja grunn að nýju samkomulagi, sem á að koma í stað Kyot-sáttmálans svonefnda. 

Haft er eftir  Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á fréttavef BBC, að jafnvel þótt ekki yrði skrifað undir bindandi samning í Kaupmannahöfn sé hann viss um að pólitískt samkomulag muni nást þar um framhaldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert