Hjólreiðabæklingur gagnrýndur

Kieran Doherty

Stjórnendur bresku lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að greiða gerð og útgáfu á 93 blaðsíðna leiðbeiningum til handa breskum lögreglumönnum um notkun reiðhjóla.

Í kennslubók bresku lögreglunnar um hjólreiðar er lögreglumönnum m.a. kennt hvernig best sé að hjóla, hvernig bremsa eigi og hvernig best sé að halda jafnvæginu á hjóli.

Jafnframt er lesendur ráðlagt að reyna ekki að ráðast til atlögu við glæpamenn meðan þeir séu enn á hjólinu og kennt hvernig þeir eigi að beygja til hægri og vinstri ásamt því að líta yfir öxlina til að fylgjast með annarri umferð. Óeinkennis rannsóknarlögreglumönnum er ráðlagt að hjóla án hjálms til þess að vekja ekki á sér athygli, þó tekið sé sérstaklega fram að menn verði að vera sér meðvitaðir um hættuna sem felist í því að hjóla án hjálms.

Æðstu stjórnendur lögreglunnar halda því nú fram að leiðbeiningarnar, sem þeir samþykktu, hafi ekki verið að fullu frágengnar og því hafi ekki rétt útgáfa þeirra ratað til dagblaðsins Sun sem birti þær.

Eftir því sem fram kemur í Sun fylltu upplýsingarnar upphaflega aðeins fjórar blaðsíður, en kostnaðurinn við gerð þeirra nam 1.000 pundum.

„Ég er sannfærður um að leiðbeiningarnar séu góðar og gildar, en tel jafnframt að hægt hefði verið að gera þetta með miklu mun ódýrari hætti,“ segir Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, sem er sjálfur mikill áhugamaður um hjólreiðar og hefur reynt að auka vinsældir þessa ferðamáta í borginni.

„Þetta er fáránleg tímaeyðsla fyrir lögregluna og á fjármunum skattgreiðenda,“ segir Mark Wallace, yfirmaður Sambandi skattgreiðenda, sem hefur það að markmiði að vekja berjast gegn misnotkun á almannafé.

Dave Holladay, hjá Félagi hjólreiðamanna, vísar á bug ásökunum þess efnis að leiðbeiningarnar séu of langar og ítarlega.

„Mér finnst eðlilega að leiðbeiningar fyrir hjólandi lögreglumenn upplýsi þá um hvernig þeir eigi að beygja fyrir horn með sem árangursríkustum hætti,“ segir hann og bætir við: „Alls staðar þar sem lögreglumenn fá þjálfun í að hjóla er þeim sérstaklega kennt hvernig þeir eigi að komast af baki,“ segir hann og tekur fram að hjólandi lögreglumenn verði að vera öðrum hjólreiðamönnum til fyrirmyndar í umferðinni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert