Um 4 þúsund látnir í Bandaríkjunum

Tæplega fjögur þúsund manns, þar af 540 börn, eru látnir úr H1N1, svínaflensu í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Talið er að um 22 milljónir Bandaríkjamanna hafi smitast af svínaflensu og 98 þúsund hafa verið lagðir inn á sjúkrahús á síðustu sex mánuðum.

Óttast heilbrigðisyfirvöld að tala smitaðra eigi eftir að hækka á næstunni. Talið er að um átta milljónir barna undir átján ára aldri hafi smitast og þar af hafi þurft að leggja 36 þúsund inn á sjúkrahús vegna flensunnar. 

Þegar bandarísk heilbrigðisyfirvöld birtu síðast tölur um fjölda látinna voru þeir 672 talsins. Nú er eins og áður segir 540 börn látin úr svínaflensu og er það fjórfalt fleiri heldur en fyrri tölur bentu til.

Í síðustu viku var talið að yfir sex þúsund manns hefðu látist úr svínaflensu en von er á nýjum tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni síðar í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert