Réttarhöldum yfir Berlusconi frestað

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Réttarhöldum yfir forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefur verið frestað en hann er ákærður fyrir skattsvik í tengslum við fjölmiðlaveldi hans, Mediaset, hefjast þann 18. janúar nk., samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla í dag. 

Var réttarhöldunum frestað þar sem hann tekur þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hungur í heiminum sem nú stendur yfir í Róm. 

Meðal þess sem ákært er fyrir er grunur um að Mediaset hafi greitt of mikið fyrir útsendingarrétt í sjónvarpi til þess að tekjur fyrirtækisins virtust vera minni en þær voru í raun og veru. Því hafi fyrirtækið greitt minni skatt en það hefði annars þurft að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert