Rifist um Albert Camus

Nicholas Sarkozy.
Nicholas Sarkozy. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakka vill flytja ösku heimspekingsins og rithöfundarins sem kenndur er við tilvistarstefnuna, Albert Camus frá Lourmarin og  í Panthéon í París, þar sem margir andans menn Frakklands sofa svefninum langa. 

Er haft eftir Sarkozy, í Le Monde að með flutningi Camus í Panthéon á næsta ári væri heimspekingnum sýndur mikill heiður. Þá eru fimmtíu ár liðin frá andláti Camus, en þingið þarf að veita sérstakt leyfi fyrir því að menn séu lagðir til hinstu hvílu í Panthéon.

Ósk Sarkozy hefur vakið upp mikil viðbrögð í Frakklandi og hafa börn Camus tjáð sig um óskina í þarlendum fjölmiðlum en þau þurfa að samþykkja beiðnina.

Sarkozy segist þegar hafa haft samband við fjölskylduna en fram hefur komið að einn sona Camus, Jean Camus hafni því að faðir hans verði færður.

Albert Camus, sem fæddist í Alsír, lést í bílslysi árið 1960, þremur árum eftir að hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels, þá næstyngstur manna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert