Urðu að snúa risaþotu við

Airbus A380 Air France sést lenda á JFK-flugvellinum í New …
Airbus A380 Air France sést lenda á JFK-flugvellinum í New York 20. nóvember sl. Reuters

Talsmaður Air France segir að bilun í tölvubúnaði hafi orðið til þess að flugmenn hafi orðið að snúa risaþotu flugfélagsins, sem er af gerðinni Airbus A380, aftur til New York sl. föstudag.

Vélin lenti heil á höldnu á JFK-flugvelli 90 mínútum eftir flugtak. „Vélin er ný og er enn ekki komin á fullt skrið. Þetta var minniháttar tölvuvandamál sem leiddi til þess að leiðsagnarbúnaðurinn varð ónákvæmur,“ segir talsmaðurinn.

Vélin, sem er stærsta farþegaþota heims, fór í jómfrúarflugið fyrir Air France fyrir 10 dögum, þegar vélin flaug frá París til New York með 538 farþega.

Air France er fyrsta evrópska flugfélagið sem hefur tekið risaþotuna í notkun. Vélin fór í sitt fyrsta tilraunaflug í apríl 2005.

Singapore Airlines tók hins vegar vélina í notkun í október árið 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert