Bráðnun dregur úr veiðum

Bráðnun íss, sem er talin er stafa af hlýnun andrúmsloftsins, hefur áhrif á lífsafkomu grænlenskra veiðimanna. Veiðisvæðin hafa breyst og atvinnuleysi hefur aukist mikið.

Niels Gundel, sem hefur búið alla sína ævi á vesturströnd Grænlands við Diskóflóa hefur aflað tekna við veiðar. Hann hefur, líkt og faðir hans, ferðast með hundasleða til að veiða fisk og önnur dýr. 

Líkt og allir 5000 íbúar Ilulissat hefur Gundel átt erfitt með að láta enda ná saman. „Ísinn er ekki jafn þykkur og áður. Það er ekki hægt að sigla en það er heldur ekki hægt að fara út á ísinn á hundasleða. Áður fyrr gátum við farið fyrir norðurenda flóans en það er ekki lengur hægt. Þar sem sjórinn hefur hlýnað og straumurinn er aðeins sterkari þá getum við ekki notað ísinn með sama hætti og við vorum vanir að gera,“ segir hann. 

Í stað þess að veiða fer Gundel nú með ferðamenn í útsýnisferðir á sleða sínum. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert