Innrásin í Írak réttlætanleg

Reuters

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, segir að það hefði verið réttlætanlegt að steypa ríkisstjórn Saddams Hussein af stóli í Írak jafnvel þó að engar vísbendingar hefðu verið um að Írakar byggju yfir gjöreyðingarvopnum.

Bresk stjórnvöld birtu í september 2002 skýrslu, þar sem fullyrt var að Írakar gætu beitt gereyðingarvopnum innan 45 mínútna frá því fyrirskipun um notkun þeirra væri gefin. Í ljós kom síðar, að þetta var alrangt. 

Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC segist Blair hafa skynjað að Hussein ógnaði öryggi nágrannaríkja sinna og það hafi verið ástæða þess að hann studdu innrásina í Írak árið 2003.

Hefðu Írakar ekki verið sakaðir um að framleiða gjöreyðingarvopn hefði, að sögn Blairs, einfaldlega þurft að finna og beita einhverjum öðrum röksemdum fyrir því að ráðast inn í landið.

Menn vænta þess að Blair verði kallaður fyrir breska rannsóknarnefnd sem skoðar stríðið í Írak snemma á næsta ári.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert