Tugir þúsunda mótmæla

Aktívistar hafa verið áberandi í Kaupmannahöfn
Aktívistar hafa verið áberandi í Kaupmannahöfn Reuters

Tugir þúsunda taka þátt í mótmælum í Kaupmannahöfn, í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem þar er haldin. Talsmenn mótmælendasamtaka fullyrða við Politiken að upp undir 100 þúsund manns taki þátt en lögreglan telur mun færri séu í hópnum, eða um 25 þúsund manns.

Mótmælendur komu saman við hallargarð Kristjánsborgar en stefnir nú í áttina til ráðstefnuhallarinnar Bella Center þar sem loftslagsráðstefnan er haldin. Þar hyggst fólkið að kynna stjórnmálaleiðtogum heimsins erindi sitt.

Talsmenn samtaka sem skipuleggja mótmælin segja að fjöldinn sé meiri en þeir ímynduðu sér í sínu villtustu draumum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert