Banna háværar sjónvarpsauglýsingar

Sjónvarp
Sjónvarp mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Fulltrúaþing Bandaríkjanna hefur samþykkt frumvarp sem miðar að því að takmarka hljóðstyrk auglýsinga í sjónvarpi. Demókratinn Anna Eshoo, sem mælti fyrir frumvarpinu, segið að flestir Bandaríkjamenn geti umborið auglýsingar en hin skyndilega hækkun hljóðs sem fylgdi þeim væri hinsvegar óþolandi.

Sjónvarpsstöðvar hefðu brugðist væntingum um að bregðast sjálfviljugar við málinu. Lögin, sem ganga undir heitinu CALM (The Commercial Advertisement Loudness Mitigation Act) þýða að innan árs verða gefnar út reglur sem tilgreina hvaða hljóðstyrkur verður leyfður á auglýsingum og að þær auglýsingar sem eru áberandi háværari en almennt sjónvarpsefni verði bannaðar.

Annar fulltrúi demókrata á þinginu, Rick Boucher, sagði í umræðum að háværar auglýsingar væru „sérstaklega pirrandi" fyrir áhorfendur. „Það er óþolandi reynsla og það hefði nú þegar átt að vera búið að gera eitthvað í þessu," hefur AFP eftir honum. Demókratar segja að með lögunum verði iðnaðurinn skikkaður til að fylgja eigin settu viðmiðum í þessum efnum, sem hann hefur hingað til ekki fengist til að gera.

Frumvarpið þarf þó að vera samþykkt í öldungadeild áður en það tekur endanlega gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert