Illræmdur eiturlyfjabarón drepinn í Mexíkó

Einn alræmdasti eiturlyfjabarón Mexíkó, Arturo Beltran Leyva, leiðtogi eins stærsta eiturlyfjahrings landsins, var í gær drepinn ásamt fjórum undirmönnum sínum í blóðugri baráttu við mexíkóska hermenn.

Hinn svokallaði "guðfaðir" glæpaklíkunnar "bræður Beltran Leyva", sem er ein sú harðsvíraðasta og ofbeldisfyllsta í landinu, var drepinn í harðri baráttu á milli meintra meðlima glæpasamtakanna og hermanna úr sjóhernum í Cuernavaca, nærri Mexíkóborg," segir í fréttatilkynningu frá flotamálaráðuneytinu í Mexíkó. 

Fjórir undirmenn Levya féllu í skotbardaganum, þar á meðal einn sem svipti sig lífi eftir að hann hafði verið umkringdur hermönnum. Þrír hermenn særður vegna handsprengjubrota meðan á skærunum stóð.

Á sama tíma fundust afskorin höfuð sex lögreglumanna nærri kirkju í norðurhluta landsins og segja yfirvöld að lögreglumennirnir hafi verið afhöfðaðir í hefndaraðgerði glæpaklíkunnar eftir að lögregla felldir 10 meðlimi klíkunnar í síðustu viku.

Arturo Beltran Leyva var einn fjögurra bræðra sem slitu sig frá glæpaklíkunni Sinaloa og slógust í lið með annarri klíku, Los Zetaz, sem mynduð var af hópi fyrrverandi hermanna sem störfuðu sem leigumorðingjar. Þetta er talið hafa hrundið af stað klíkubardögum sem hafa valdið gríðarlegu blóðbaði um allt Mexíkó þar sem yfir 14.000 manns hafi dáið í ofbeldi tengdu fíkniefnum frá árinu 2006.

Morð sem tengjast skipulegri glæpastarfsemi eru daglegt brauð í Mexíkó.
Morð sem tengjast skipulegri glæpastarfsemi eru daglegt brauð í Mexíkó. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert