Rúmenar fá lán frá AGS

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið ætla að greiða Rúmenum út lán upp á 2,3 milljarða evra vegna bágs efnahagsástands í landinu. Fyrir tveimur vikum samþykkti rúmenska þingið fjárlög sem miða að stórfelldum niðurskurði á árinu. Á blaðamannafundi AGS á föstudag voru starfsmenn sjóðsins spurðir út í hvenær Ísland fengi næstu greiðslu frá sjóðnum en ekkert svar fékkst við þeirri spurningu.

Caroline Atkinson hjá AGS svaraði því til á fundinum að það hafi komið skýrt fram að Icesave hafi ekki áhrif á afgreiðslu sjóðsins á láni til Íslands. En sömu reglur gildi um Ísland og önnur ríki þegar kemur að láni, þá verði að vera ljóst að fjármögnun  aðstoðar sé að fullu tryggð. Það sé eitthvað sem AGS þurfi að ganga úr skugga um og sú vinna sé í gangi.

Handrit af blaðamannafundi AGS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert