Jarðskjálftar mannskæðustu hamfarirnar

Flóðbylgjan í Indlandshafi var mannskæðust allra hamfara síðastliðinn áratug, en …
Flóðbylgjan í Indlandshafi var mannskæðust allra hamfara síðastliðinn áratug, en jarðskjálftar ollu þó samanlagt dauða flestra. myndir/Sverrir Vilhelmsson

Jarðskjálftar voru mannskæðustu náttúruhamfarirnar síðastliðinn áratug og eru enn viðvarandi ógn í lífum milljóna manna sem búa á skjálftasvæðum um allan heim.

Samkvæmt rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna má rekja um 60% þeirra 780.000 dauðsfalla sem urðu vegna hamfara frá tímabilinu 2000 til 2009 til jarðskjálfta. 22% dóu í ofsaveðri og 11% dóu vegna öfga í hitastigi.

Auk dauðsfallanna gengu um tveir milljarðar jarðarbúa í gegnum náttúruhamfarir á þessum árum, þar af varð líf um þriggja fjórðuhluta þeirra fyrir áhrifum vegna loftslagsbreytinga.

Alls eru skrásettar 3.852 hamfarir á tímabilinu. Þetta eru rúmlega tvöfalt fleiri hamfarir en áratuginn á undan og má rekja aukningu þeirra til fjölda veðra- og loftslagstengdra atburða. Kostnaðurinn vegna hamfaranna er á heimsvísu um 960 milljarðar bandaríkjadala.

Mannskæðustu hamfarirnar á þessum fyrsta áratug 21. aldarinnar voru tsunami flóðbylgjan í Indlandshafi árið 2004, sem olli dauða 226.408 manna í nokkrum löndum. Þá skýstrókurinn Nargis sem gekk yfir Myanmar 2008 með þeim afleiðingum að 136.366 dóu og loks er það jarðskjálftinn í Sichuan héraði í Kína það sama ár, en þá dóu 87.474.

Þá dóu 73.338 manns í jarðskjálfta í Pakistan árið 2005 og 72.210 dóu vegna hitabylgju í Evrópu árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert