Beitti 4 ára dóttur sín vatnspyntingum

Frá hinum alræmdu Guantanamo fangabúðum á Kúbu þar vafasamar yfirheyrsluaðferðir …
Frá hinum alræmdu Guantanamo fangabúðum á Kúbu þar vafasamar yfirheyrsluaðferðir voru notaðar. Reuters

Bandarískur hermaður er nú sakaður um að hafa beitt 4 ára gamla dóttur sína vatnspyntingum , sem alræmdar  urðu úr öryggisfangelsi Bandaríkjamanna í Guantanamo, vegna þess að hún vildi ekki þylja stafrófið.

Faðirinn, hinn 27 ára gamli hermaður Joshua Tabor, er sagður hafa ýtt höfði telpunnar undir rennandi vatnsbunu í eldhúsvaskinum með andlitið upp. Við yfirheyrslu viðurkenndi Tabor að hann og kærasta hans hafi „haldið henni niðri við eldhúsborðið og ýtt andlitinu á henni undir vatnið þrisvar eða fjórum sinnum þar til vatnið bunaði yfir allt andlitið frá enninu og niður að kjálkunum".

Hann segist hafa refsað henni með þessum hætti vegna þess að hún neitaði að fara með stafrófið fyrir hann.  Tabor gegnir hermennsku á herstöðinni Lewis-McChord í Washington. Hann hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á barn og verður réttað yfir honum 16. febrúar.

Við yfirheyrslu lögreglu sagði hann að dóttir hans væri hrædd við vatnið og hefði „barist um til að reyna að losa sig". Í skýrslu lögreglunnar segir að látbragð föðurins þegar hann lýsti atburðum bendi til þess að hann sjái ekkert rangt við það hvernig hann refsaði dóttur sinni.

Hinni umdeildu vatnsaðferð var beitt af CIA við yfirheyrslur yfir meintum meðlimum al Qaeda við Guantanamo flóa. Vatni var þá helt yfir andlit fanganna svo þeir óttuðust að þeir myndu drukkna. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hinsvegar bannað vatnsaðferðina sem margir vilja skilgreina sem pyntingu.  

Telpan er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda og er sögð slegin ótta gagnvart föður sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert