Fær þrjá milljarða í bætur

Góð dekk geta skipt öllu máli.
Góð dekk geta skipt öllu máli. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bandarískur dómstóll hefur úrskurðað að bílaframleiðandinn Ford greiði konu sem er lömuð eftir bílslys, um þrjá milljarða króna í bætur. Konan missti stjórn á Ford Explorer bifreið sinni þegar að sprakk á vinstra afturdekki bílsins.

Samkvæmt lögmanni konunnar flaug bifreið út af hraðbrautinni og valt þrisvar sinnum niður halla með þeim afleiðingum að konan er lömuð á fótum og með verulega skerta hreyfigetu að öðru leyti. Lögmaðurinn segir hönnunargalla valda því að ómögulegt sé að ná stjórn á bílnum þegar springur á dekki.

Lögmaður Ford segir hins vegar að slitið dekk sé orsök slyssins.

Kviðdómur var einróma í niðurstöðu sinni um bótagreiðslu til konunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert