Konur fá bætur vegna mismununar

Háskólinn í Lundi.
Háskólinn í Lundi. Wikipedia/Fredrik T

Háskólinn í Lundi í Svíþjóð hefur samþykkt að greiða hópi kvenna skaðabætur. Þær höfðuðu mál gegn skólanum og sökuðu hann um að hafa veitt karlkyns stúdentum forgang en þeir voru í minnihluta nemenda.

„Elin Sahlin og 23 aðrar konur fá skaðabætur að upphæð 35.000 krónur (623.000 íslenskar krónur). Konurnar fóru í mál við háskólann vegna ólöglegrar mismununar eftir að þrír karlar fengu forgang við innritun í sálfræðinám,“ sagði í yfirlýsingu Háskólans í Lundi.

Konurnar höfðu sótt um inngöngu í sálfræðinám haustið 2008 en samkeppni var á meðal nemenda um inngöngu í námið. Þá fengu einungis karlmenn inngöngu.

Ástæðan var sú að háskólinn, sem er einn sá stærsti í Svíþjóð, var með stefnu sem kvað á um að veita því kyninu forgang  sem væri í minnihluta að því tilskyldu að umsækjendur væru metnir jafnhæfir.

„Karlarnir fengu forgang í sálfræðinámið því fleiri konur en karlar sóttu um inngöngu,“ sagði í tilkynningu háskólans. Við skólann eru um 40 þúsund nemendur.

Í Svíþjóð eru konur um 60% háskólanema en landið þykir til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Sænska ríkisstjórnin lýsti því yfir í síðasta mánuði að fallið yrði frá jákvæðri mismunun í háskólum, sem var samþykkt árið 2003. Hún hafi orðið til þess að karlkyns stúdentar fengu forgang við inngöngu í margar vinsælar námsgreinar.

„Menntakerfið ætti að opna dyrnar - en ekki að skella þeim á nefið á áhugasömum ungum konum,“ sagði Tobias Kranz ráðherra æðri menntunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...