Afvopnunarsamningur Bandaríkjanna og Rússlands langt kominn

Barack Obama vill fækka kjarnorkuvopnum.
Barack Obama vill fækka kjarnorkuvopnum. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, eru nálægt því að ná samkomulagi um afvopnun kjarnavopna, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir rússneskum stjórnvöldum í Kreml.

Samningamenn þjóðanna hafa undanfarið hist í Genf í Sviss til að ræða framhald START afvopnunarsamkomulagsins, sem undirritað var í lok kalda stríðsins við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar, og sem rann út um  síðustu áramót.

Hafa forsetarnir báðir lýst yfir mikilli ánægju með þann mikla undirbúning sem farið hefur í nýja samninginn. Mikil áhersla hefur verið lögð á að föst tímasetning verði sett á að samningsdrög liggi fyrir  

Medvedev og Obama „samþykktu að veita samninganefndunum frekari  útlistun,“ með það í huga að samningsgerðinni verði lokið, sagði í yfirlýsingu frá Kreml.

Arftaki START samningins hefur verið ofarlega á forgangslista Obama í utanríkismálum, enda er nýr samningur talinn geta stutt við hugmyndir forsetans um kjarnavopnalausan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, bandið orðið mjög lúið, tilvalið verkefni fyri...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
 
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...