Hafmeyjan fer í ferðalag

Hafmeyjunni lyft af stalli sínum við Löngulínu.
Hafmeyjunni lyft af stalli sínum við Löngulínu. Reuters

Mörg hundruð manns fylgdust með því þegar Litla hafmeyjan, sem venjulega situr sviplaus í flæðarmálinu við Löngulínu í Kaupmannahöfn, hélt af stað í langferð til Shanghai í Kína þar sem hún verður fulltrúi Dana á heimssýningunni.

Viðstaddir, dönskuðu, sungu og veifuðu dönskum fánum þegar hafmeyjunni og steininum hennar var lyft á vörubílspall. „Ég fæ sting í hjartað," sagði Christa Rindom, sem hélt  átta mánaða gömlum syni sínum, Ludvig. „Ég mun sakna hennar þótt hún sé að fara til að skoða heiminn og vera fulltrúi Dana."

Kínverskir og danskir barnakórar sungu þegar hafmeyjan hélt af stað í langferðina. Hún mun dvelja átta mánuði í Kína. Ekki er ljóst hvenær styttan heldur þangað með flugi en hún verður hreinsuð og losuð af steinunum sem hún er fest á. 

Ölgerðarmaðurinn Carl Jacobsen gaf Kaupmannahöfn styttuna árið 1913. Það var íslensk-danski myndhöggvarinn Edvard Eriksen, sem gerði styttuna og notaði Eline eiginkonu sína sem fyrirsætu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert