Skemmdarverk „glæpur gegn þjóðinni“

Spreyjað var á styttuna frægu.
Spreyjað var á styttuna frægu.

Skemmdarverk var nýlega unnið á Kristsstyttunni frægu í Rio de Janeiro. Óprúttnir aðilar spreyjuðu á hana svartri málningu en verið er að gera lagfæringar á styttunni. Notfærðu krotararnir sér vinnupalla sem reistir hafa verið umhverfis styttuna.

Borgarstjórinn Eduardo Paes lýsir skemmdarverkinu sem „glæp gegn þjóðinni“. Búið er að hreinsa burt krotið en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt skemmdarverk er unnið á styttunni síðan hún var afhjúpuð árið 1931. „Þessir glæpamenn fá að gjalda fyrir gjörðir sínar. Þeir verða sendir í fangelsi. Rio de Janeiro og Brasilía eiga þetta ekki skilið.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert