Allsherjarverkfall í vændum

Allsherjar verkfall verður á Grikklandi á morgun. Opinberir starfsmenn lögðu niður vinnu í Grikklandi í dag og á morgun bætast í hópinn starfsmenn á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða fyrstu aðgerðir almennings vegna fyrirætlana stjórnvalda um gríðarlegan niðurskurð. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.

Til átaka kom í dag milli um þúsund mótmælenda og lögreglu á götum Aþenu. Stéttarfélög í Grikklandi segja að aðgerðir stjórnvalda komi harðast niður á lágtekjufólki.

Á morgun má búast við að starfsemi ráðuneyta og annarra opinberra stofnana lamist. Sjúkrahús verði rekin samkvæmt neyðaráætlun auk þess sem öllum flugferðum til og frá landinu verður aflýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert