Beðið fyrir friði

Úsbekar og Kirgisar komu saman til að biðja fyrir friði í Kirgistan í kjölfar mannskæðra þjóðernisátaka sem hafa staðið yfir í landinu undanfarna daga.

Í gær komu Kirgisar og Úsbekar saman til bæna í mosku í Jalalabad þar sem þeir báðu fyrir því að menn næðu sáttum. Þeir hlýddu á bænir hvors annars og föðmuðust. 

Nokkuð hefur dregið úr bardögum í landinu undanfarna daga. Að minnsta kosti 187 hafa fallið og um 2.000 hafa særst. Þetta eru verstu átök sem hafa brotist út í landinu í 20 ár.

Enn ríkir mikil spenna í Kirgistan eftir að forseta landsins var steypt af stóli í byltingu í apríl sl. og bráðabirgðastjórn tók við stjórnartaumnum. Hún segir að stefnt sé að því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu, þar sem kosið verður um nýja ríkisstjórn. Sumir óttast hins vegar að það verði til þess að auka á spennuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert