Evrópulönd einbeiti sér að hagvexti

Evrópa verður að einbeita sér að hagvexti auk þess að skera úr útgjöldum til að rétta af skuldastöðu ríkja, að mati fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner.  Í viðtali við BBC segir Geithner að leiðtogar heims verði að einbeita sér að hinum gríðarstóru áskorunum sem felist í að endurheimta hagvöxt og traust. Heimurinn geti ekki lengur reitt sig eins mikið á Bandaríkin og áður fyrr.

Tilefni viðtalsins eru fundir G8 og G20 ríkjanna um helgina í Toronto í Kanada. Þar sem til umræðu verða leiður út úr kreppunni sem er sú alvarlegasta síðan í kreppunni miklu. Aðspurður hvort Evrópa ætti yfir höfði sér aralanga stöðnun líkt og átti sér stað í Japan, sagði Geithner að „Evrópa hefði tök á að koma í veg fyrir það".

„Evrópa hefur þann valmöguleika að setja af stað þær umbætur og stefnur sem munu opna möguleikann á enn meiri hagvexti í framtíðinni. Þessi fundur gefur okkur færi á því að setjast niður saman og fara yfir það hvort við erum með nógu umfangsmikla stefnu til að flýt fyrir bataferlinu."

Barack Obama Bandaríkjaforseti varaði við því í bréfi til G20 ríkjanna í síðustu viku að ríki lækkuðu skuldir sínar of hratt þar sem það gæti ógnað bataferli efnahagsins.  Geithner segir að það sé fleira sem sameini Evrópu og Bandaríkin í stöðunni en aðskilji jafnvel þótt þau fari ólíkar leiðir á ólíkum hraða til að ná sameiginlegu markmiði.  

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna ásamt Barack Obama.
Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna ásamt Barack Obama. KEVIN LAMARQUE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert