Eiturlyfjabarón neitar sök

Christopher „Dudus
Christopher „Dudus" Coke HO

Eiturlyfjabaróninn Christopher „Dudus" Coke, frá Jamaíka, neitaði sök er hann kom fyrir dómara í New York í kvöld. Coke er ákærður fyrir eiturlyfja- og vopnasmygl og var framseldur fyrr í vikunni frá heimalandinu.

Þegar dómari spurði Coke hvort það væri réttur skilningur hans að Coke neitaði sök þá sagði Coke að það væri rétt hjá dómaranum. Dómarinn úrskurðaði að Coke þyrfti að vera áfram í haldi og að hann yrði leiddur fyrir dómara á ný á mánudag. Þar verður tekin ákvörðun um hvort Coke verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur verður kveðinn upp í máli gegn honum.

Coke sem er 41 árs að aldri var handtekinn á Jamaíka á þriðjudag. Átök brutust út á eyjunni þegar lögregla reyndi að handsama hann og liggja 73  borgarar í valnum. Coke nýtur mikils stuðnings meðal samlanda sinna, einkum íbúa Kingston, höfuðborgar Jamaíka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert