Meirihluti Þjóðverja vill markið aftur

Þjóðverjar eru orðnir afhuga evrunni samkvæmt nýrri skoðanakönnun.
Þjóðverjar eru orðnir afhuga evrunni samkvæmt nýrri skoðanakönnun. mbl.is

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi vill meirihluti Þjóðverja fá þýska markið aftur í stað evrunnar. Þjóðverjar eru æfir yfir því að hafa þurft að leggja til háar fjárhæðir til þess að reyna að bjarga Grikklandi og evrusvæðinu, en þeir voru á sínum tíma fullvissaðir um að til þess kæmi aldrei.

Rúmlega 51% vilja gefa evruna upp á bátinn og aðildina að evrusvæðinu á meðan um 30% vilja halda í hana ef marka má skoðanakönnunina sem gerð var af fyrirtækinu Ipsos. Mest andstaða mældist á meðal fólks yfir fimmtugt.

Kannanir sem gerðar voru fyrir efnahagsvandræði Grikklands og evrusvæðisins höfðu hins vegar sýnt meirihluta Þjóðverja hlynntan evrunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert