Femínistar brenna peninga

Sænskir femínistar brenndu 100 þúsund sænskar krónur.
Sænskir femínistar brenndu 100 þúsund sænskar krónur.

Sænskir femínistar kveiktu í morgun í 100 þúsund sænskum krónum, andvirði um 1,6 milljónar íslenskra króna, í mótmælaskyni gegn launamisrétti kynjanna. Flokkurinn, sem kallar sig Feminist Initiative, segir að peningarnir sem kveikt var í samsvari þeirri upphæð sem sænskar konur verði af á hverri mínútu samanborið við laun karla.

Leiðtogi flokksins, Gudrun Schyman, viðurkenndi að það virkaði örvæntingarfullt að brenna peninga en staðan í jafnréttismálum væri líka örvæntingarfull. Svíþjóð hefur verið þekkt fyrir mikinn jöfnuði á milli kynjanna en engu að síður eru laun kvenna enn lægri en karla. Samkvæmt sænsku hagstofunni voru meðallaun kvenna árið 2008 fyrir fullt starf um 19% lægri en meðallaun karla.

Þess má geta að peningarnir sem brenndir voru voru lagðir fram af sænsku auglýsingafyrirtæki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert